Enski boltinn

Norwich upp í ensku úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Norwich fagna í kvöld.
Leikmenn Norwich fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Norwich tryggði sér í kvöld sæti í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 útisigur á Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Simeon Jackson var hetja kvöldsins þar sem að hann skoraði eina mark leiksins. Norwich er nú með 83 stig í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan næsta liði þegar ein umferð er erftir.

QPR var þegar búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar og þar með sæti í úrvalsdeildinni. Liðin í 3.-6. sæti munu svo keppa í umspili um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni. Það verða líklega Cardiff, Swansea, Reading og Nottingham Forest.

Cardiff tapaði óvænt fyrir Middlesbrough fyrr í kvöld og því gat Forest tryggt sér úrvalsdeildarsætið með sigri á Fratton Park - sem gekk eftir.

Jackson skoraði í kvöld sitt níunda mark í síðustu sjö leikjum en Norwich lék síðast í ensku úrvalsdeildinni fyrir sex árum. Aðeins eitt ár er frá því að liðið kom upp úr ensku C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×