Enski boltinn

Sir Alex: Við verðum meistarar ef við vinnum Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærður um að liðið verði enskur meistari í tólfta sinn undir hans stjórn takist liðinu að vinna Chelsea á Old Trafford á sunnudaginn. Chelsea er þremur stigum á eftir United þegar þrír leikir eru eftir.

United getur unnið sinn nítjánda meistaratitil í ár og bætt þar með met sitt og Liverpool sem var níu meistaratitlum á undan United þegar Skotinn snjalli tók við stjórnartaumunum á Old Trafford árið 1986.

„Ef við vinnum þennan leik þá ættum við að verða meistarar," sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á blaðamannafundi í morgun.

„Við erum með frábæran árangur á heimavelli, líklega þann besta í Evrópu og við verðum að nýta okkur það á sunnudaginn. Þetta er risaleikur," sagði Ferguson.

„Þetta getur gert gæfumuninn á þessum tíma á leiktíðinni að ná að hvíla leikmenn og halda þeim ferskum. Bæði lið eru nú fersk og úthvíld og þetta ætti að vera frábær leikur," sagði Ferguson.

„Sigurinn á móti okkur í fyrri leiknum var vendipunktur hjá þeim því þeir voru héldu þeir sér enn inni í baráttunni. Við opnum síðan dyrnar fyrir þá með því að tapa á móti Arsenal. Það er ekki auðvelt að vinna þessa deild, ég ætti nú að vita það enda búinn að vera í titilbaráttunni í næstum því 19 ár," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×