Enski boltinn

Duff ekkert meira með Fulham á tímabilinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Damien Duff.
Damien Duff. Mynd/Nordic Photos/Getty
Damien Duff, liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham, mun missa af síðustu þremur leikjum liðsins á tímabilinu vegna meiðsla. Duff þurfti að fara í aðgerð á hásin og verður frá í sex vikur.

Duff sem er orðinn 32 ára gamall en hann er með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Duff skoraði öll fjögur mörkin sín í fimm leikjum frá 2. febrúar til 5. mars.

Duff hefur hinsvegar ekkert verið með Fulham í undanförnum fjórum leikjum en Eiður Smári hefur blómstrað í fjarveru hans og verið í byrjunarliðinu í undanförnum þremur leikjum þar sem sjö stig af níu mögulegum hafa komið í hús.

Fulham er eins og er í níunda sæti deildarinnar einu stig á eftir Bolton (8. sæti) og þremur stig á eftir Everton (7. sæti).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×