Fleiri fréttir

Ívar og Brynjar byrja gegn Liverpool

Nú klukkan 17:15 hefst lokaleikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Reading tekur á móti Liverpool á Madejski leikvangnum í Reading. Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði heimamanna en leikurinn er sýndur beint á Sýn 2.

United hefur yfir 2-0 gegn Derby

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Lítið hefur verið skorað til þessa og rigningardemba og þoka eru að setja svip sinn á leikina á Englandi í dag.

Agbonlahor og O'Neill bestir í nóvember

Aston Villa hirti bæði verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir nóvembermánuð. Martin O'Neill var útnefndur besti knattspyrnustjórinn og Gabriel Agbonlahor besti leikmaðurinn.

Mourinho: Af hverju ekki?

Jose Mourinho hefur nú gefið alvarlega til kynna að hann sé reiðubúinn að taka að sér starf landsliðsþjálfara í Englandi.

Eriksson setur líka boxbann

Sven-Göran Eriksson hefur bannað leikmönnum sínum í Manchester City að horfa á boxbardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather aðfaranótt sunnudagsins.

Grant ætlar sér að ná í gæðaleikmenn

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ætla að ná sér í leikmenn í háum gæðaflokki þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Shinawatra vill Adriano

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, fer ekki leynt með áform sín hjá félaginu. Hann ætlar að krækja í föllnu stjörnuna Adriano frá Inter í janúar og segist þurfa nýjan miðjumann því Dietmar Hamann sé orðinn of gamall.

Enn seinkar endurkomu Neville

Bakvörðurinn Gary Neville þar enn og aftur að sætta sig við að bíða lengur með endurkomu sína með Manchester United eftir að hann varð fyrir enn einum meiðslunum.

Almunia klár í enska landsliðið

Spænski markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal er tilbúinn að skoða þann möguleika að gerast enskur ríkisborgari til að hjálpa landsliði þarlendra í markvarðakrísunni.

Rooney sendir kærustuna í fallhlífarstökk

Wayne Rooney þarf að sætta sig við að mega ekki stunda íþróttir eins og fallhlífastökk, skíðaiðkun og brimbrettareið, en það þýðir ekki að kærastan hans megi ekki gera það.

Sammi fékk sopa að launum

Mike Ashley, eigandi Newcastle, sýndi knattspyrnustjóranum Sam Allardyce þakklæti sitt á breska vísu þegar liðið náði að halda jöfnu gegn Arsenal í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Svallarar bíða örlaga sinna

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea fær nú bráðlega að vita hvort hann verður einn þeirra þriggja sem reknir verða úr landsliði Perú fyrir fyllerí og stóðlífi sem átti sér stað á hóteli liðsins milli landsleikja í síðasta mánuði.

Benitez bannar leikmönnum að horfa á boxið

Rafa Benitez er eflaust ekki vinsælasti maðurinn í herbúðum Liverpool í dag eftir að hann bannaði leikmönnum sínum að horfa á bardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather annað kvöld.

Neita viðræðum við Mourinho og Capello

Enska knattspyrnusambandið neitar að staðfesta að það hafi rætt við þá Jose Mourinho og Fabio Capello um að taka við enska knattspyrnusambandinu.

Enskir hafa sett sig í samband við Mourinho

Breska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að forráðamenn enska knattspyrnusambandsins væru búnir að hafa samband við umboðsmann Jose Mourinho með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara.

Benitez: Mascherano fer hvergi

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst þess fullviss að Javier Mascherano verði áfram hjá félaginu eftir að lánssamningur hans rennur út.

Ég er ekkert að hætta

Steve Coppell hefur nú leiðrétt það sem fram kom í breskum fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum þar sem haft var eftir honum að hann ætlaði að fara að hætta hjá Reading.

Vonbrigðin fylgja mér alla ævi

Steve McClaren segist enn ekki vera búinn að ná sér eftir að hafa verið rekinn frá enska landsliðinu eftir lélega frammistöðu þess í undankeppni EM.

Hermann ánægður með jónafötin

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segir að fatnaðurinn sem leikmenn Portsmouth klæðist hjálpi þeim sannarlega eins og bent var á í grein í Daily Mail í dag.

Jónaðar treyjur Portsmouth virka

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth hefur staðið sig vonum framar í haust og margir vilja meina að það sé ekki síst að þakka framúrstefnulegum fatnaði liðsins.

Ronaldo verður skotmark ungliðanna

Unglingaliðsmennirnir hjá Manchester United eru nú í óðaönn að undirbúa árlegan látbragðsleik þar sem þeir gera oftar en ekki grín að félögum sínum í aðalliðinu. Cristiano Ronaldo er sagður verða aðalskotmarkið að þessu sinni.

Benitez blæs í herlúðra

Rafa Benites, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur skorað á leikmenn sína að halda áfram á sigurbraut yfir jólavertíðina á Englendi nú þegar liðið hefur unnið fimm leiki í röð.

Drogba úr leik fram í febrúar?

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að framherjinn sterki Didier Drogba hjá Chelsea þurfi líklega að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verði frá keppni í nokkra mánuði.

Kaboul skilinn eftir heima

Franski miðvörðurinn Younes Kaboul hjá Tottenham er greinilega fallinn úr náðinni hjá Juande Ramos, stjóra Tottenham. Kaboul er ekki í hópi Tottenham sem sækir Anderlecht heim í Evrópukeppni félagsliða í kvöld.

Man City að krækja í Mascherano?

Breska dagblaðið Independent segir í dag að Manchester City sé að undirbúa sautján milljóna punda tilboð í Javier Mascherano.

McCarthy hafnar Suður-Kóreu

Írski þjálfarinn Mick McCarthy hefur hafnað því að gerast næsti landsliðsþjálfari Suður-Kóreu.

Arsenal hefur aldrei byrjað betur

Fæstir höfðu trú á því að ungt lið Arsenal yrði í baráttunni um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð, en þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að liðið hefur aldrei byrjað betur frá stofnun úrvalsdeildarinnar - ekki einu sinni þegar liðið fór taplaust í gegn um tímabilið 2003-04.

Ronaldinho er ekki að fara til Chelsea

Umboðsmaður Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona segir ekkert til í fullyrðingum spænsku blaðanna í morgun þar sem því var haldið fram að leikmaðurinn væri búinn að samþykkja að ganga í raðir Chelsea á Englandi.

Neita að hafa rætt við Capello

Forráðamenn Liverpool brugðust reiðir við þegar þeir voru spurðir út í frétt Daily Mail í morgun þar sem fram kom að þeir hefðu í tvígang sett sig í samband við Fabio Capello um að taka við liðinu af Rafa Benitez fyrir nokkrum dögum.

Pizarro bendlaður við stóðlífi og fyllerí

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea er einn þeirra leikmanna hjá landsliði Perú sem sakaðir eru um stóðlífi og partístand skömmu fyrir 5-1 skell gegn Ekvador í síðasta mánuði.

King feginn að ná að spila

Miðvörðurinn Ledley King segir að sér hafi verið mikið létt í gærkvöld eftir að hann spilaði hálfleik með varaliði Tottenham í gær. Hann hefur ekki spilað síðan í lokaleik liðsins á síðustu leiktíð vegna meiðsla.

Stórsigur Liverpool til rannsakaður?

Knattspyrnusamband Evrópu gæti hrundið af stað rannsókn á 8-0 sigri Liverpool á Besiktas í Meistaradeildinni á dögunum eftir að þýskt dagblað hélt því fram að óeðlileg veðmál hefðu átt sér stað fyrir leikinn.

Örlög Stóra-Sam ráðast ekki í kvöld

Eigandi Newcastle segir að leikur liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld hafi ekki úrslitaþýðingu um það hvort Sam Allardyce haldi starfi sínu sem knattspyrnustjóri.

Bjarni Þór lék í grannaslag

Varalið Liverpool og Everton mættust í kvöld í „Mini-derby" leik eins og Englendingar kalla hann. Bjarni Þór Viðarsson lék allan leikinn fyrir Everton en Liverpool vann 3-0 sigur.

Terry vill Mourinho

Brian Barwick hjá enska knattspyrnusambandinu er um þessar mundir að ræða við ýmsa fróða menn og spyrja þá álits um landsliðsþjálfaramál Englands.

Tottenham á eftir Riera

Tottenham er á eftir hinum spænska Albert Riera. Leikmaðurinn lék hjá Manchester City hluta af síðustu leiktíð og vakti athygli.

Afríkukeppnin er hausverkur fyrir Portsmouth

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, telur líklegt að hann fái leikmenn á lánssamningum þegar Afríkumótið verður í næsta mánuði. Portsmouth mun missa sterka leikmenn úr sínum hópi.

Stóri-Sam fær stuðning

Sam Allardyce er mikið í umræðunni og eins og við greindum frá fyrr í dag þá veit hann sjálfur að starf hans er í hættu. Hann hefur fengið óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Newcastle sem eru allt annað en sáttir við dapra byrjun liðsins.

Heimamenn skora lítið í úrvalsdeildinni

Englendingar hafa skorað aðeins 31,3% þeirra marka sem skoruð hafa verið í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni til þessa. Arsenal kemur verst út úr þessari samantekt þar sem enginn Englendingur hefur náð að skora til þessa.

Rauða spjaldið stendur

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur vísað áfrýjun Tottenham á brottvísun Robbie Keane um helgina frá og því fer leikmaðurinn í þriggja leikja bann. Keane var vísað af velli fyrir tæklingu á Fabrice Muamba, en þetta þótti nokkuð strangur dómur.

Sjá næstu 50 fréttir