Enski boltinn

Sammi fékk sopa að launum

NordicPhotos/GettyImages

Mike Ashley, eigandi Newcastle, sýndi knattspyrnustjóranum Sam Allardyce þakklæti sitt á breska vísu þegar liðið náði að halda jöfnu gegn Arsenal í úrvalsdeildinni í fyrrakvöld.

Newcastle þótti spila mun betur en undanfarið í leiknum og að honum loknum bauð Ashley stjóranum með sér í knæpu og bauð honum upp á öl. Stjórnarformaðurinn Chris Mort var með í för, en eigandinn Asley er þekktur viðskiptavinur á öldurhúsum í Newcastle og á það til að vera duglegur að splæsa drykkjum á gestina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×