Enski boltinn

Arsenal hefur aldrei byrjað betur

NordicPhotos/GettyImages

Fæstir höfðu trú á því að ungt lið Arsenal yrði í baráttunni um enska meistaratitilinn á þessari leiktíð, en þegar tölfræðin er skoðuð kemur í ljós að liðið hefur aldrei byrjað betur frá stofnun úrvalsdeildarinnar - ekki einu sinni þegar liðið fór taplaust í gegn um tímabilið 2003-04.

Arsenal byrjaði frekar illa í deildinni á síðustu leiktíð sem þá var næstversta byrjun liðsins í úrvalsdeildinni. Þeir sem spáðu því að liðið myndi brotna saman eftir að Thierry Henry fór frá félaginu hafa því þurft að éta hattinn sinn.

Hér fyrir neðan gefur að líta árangur Arsenal eftir 14 umferðir frá stofnun úrvalsdeildarinnar skv tölfræði frá OPTA. Þar má sjá að fimm bestu tímabil liðsins hafa komið á þessari öld. (Tímabil - Stig eftir 14 leiki - Sæti í deild).

2007/08 -36

2003/04 -34

2002/03 -32

2004/05 -31

2000/01 -28

1996/97 -28

1995/96 -27

1997/98 -27

1992/93 -26

1999/00 -26

2005/06 -26

2001/02 -26

1998/99 -24

1993/94 -23

2006/07 -22

1994/95 -19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×