Enski boltinn

Rooney sendir kærustuna í fallhlífarstökk

NordicPhotos/GettyImages

Wayne Rooney þarf að sætta sig við að mega ekki stunda íþróttir eins og fallhlífastökk, skíðaiðkun og brimbrettareið, en það þýðir ekki að kærastan hans megi ekki gera það.

The Sun segir frá því að Rooney hafi veðjað við kærustuna sína að hún þyrði ekki í fallhlífarstökk, en hún ku hafa sagt honum að það væri ekkert mál. Rooney ætlar nú að láta reyna á kjark konunnar með því að gefa henn fallhlífastökksnámskeið í jólagjöf.

Rooney má sjálfur ekki taka þátt í svona tómstundaiðju vegna samnings síns við Manchester United, en meiðslahættan í svona sporti er auðvitað talsverð og forráðamenn United kæra sig skiljanlega ekki um það.

Þetta er ekki það eina sem er á bannlista hjá Rooney, því hann verður að vera eftir heima á meðan kærastan fer til Las Vegas að horfa á vin þeirra Ricky Hatton berjast við Floyd Mayweather annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×