Enski boltinn

Terry vill Mourinho

Elvar Geir Magnússon skrifar
John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, vill Mourinho sem næsta landsliðsþjálfara. Terry lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea.
John Terry, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, vill Mourinho sem næsta landsliðsþjálfara. Terry lék undir stjórn Mourinho hjá Chelsea. Nordic Photos/Getty Images

Brian Barwick hjá enska knattspyrnusambandinu er um þessar mundir að ræða við ýmsa fróða menn og spyrja þá álits um landsliðsþjálfaramál Englands. Hann hefur nú rætt við fyrirliða Englands, John Terry, og vill hann sjá Jose Mourinho sem næsta landsliðsþjálfara.

Þetta er ekki fyrsta atkvæðið sem Mourinho fær í leitinni hjá Barwick en áður hafði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, gefið sagt að Mourinho væri rétti maðurinn í starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×