Enski boltinn

Stóri-Sam fær stuðning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sam Allardyce er mikið í umræðunni.
Sam Allardyce er mikið í umræðunni.

Sam Allardyce er mikið í umræðunni og eins og við greindum frá fyrr í dag þá veit hann sjálfur að starf hans er í hættu. Hann hefur fengið óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Newcastle sem eru allt annað en sáttir við dapra byrjun liðsins.

Markverðirnir Shay Given og Steve Harper sáu sig tilneydda til að senda út yfirlýsingu í dag og segja að leikmenn standi við bakið á Allardyce. Gamla kempan Chris Waddle, fyrrum leikmaður Newcastle, hefur einnig lýst yfir stuðningi við þann stóra.

„Sífelldar breytingar eru ekki lykillinn að velgengni. Aðalsmerki Newcastle hefur oft verið skemmtilegur fótbolti en fræði Allardyce ganga út á árangursríkan fótbolta," segir Waddle.

Stuðningsmenn Newcastle eru einmitt ósáttastir við slaka spilamennsku liðsins og lítið skemmtanagildi. Liðið situr í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Það er ekki hægt að dæma Allardyce eftir fjórtán eða fimmtán leiki. Menn verða að muna að hann er í nýju starfi og hefur þurft að glíma við meiðslavandræði," segir Waddle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×