Enski boltinn

Jói Kalli fékk bara fimm mínútur

Elvar Geir Magnússon skrifar

Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn sem varamaður í liði Burnley þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester. Hann kom inn þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum og náði ekki að láta að sér kveða gegn sínu gamla félagi.

Ellefu leikir voru í ensku 1. deildinni í kvöld. Watford er á toppi deildarinnar með 39 stig, WBA er með 35 og svo koma Charlton og Bristol City með 34 stig hvort lið.

Burnley situr í tíunda sæti deildarinnar.

Úrslit kvöldsins

Barnsley - Wolves 1-0

Bristol C - Ipswich 2-0

Burnley - Leicester 1-1

Cardiff - Charlton 0-2

Colchester - Watford 2-3

Norwich - Plymouth 2-1

Preston - Hull 3-0

Sheff.Utd. - Stoke 0-3

Southampton - Sheff.Wed. 0-0

W.B.A. - Coventry 2-4

Q.P.R. - C.Palace 1-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×