Enski boltinn

Svallarar bíða örlaga sinna

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea fær nú bráðlega að vita hvort hann verður einn þeirra þriggja sem reknir verða úr landsliði Perú fyrir fyllerí og stóðlífi sem átti sér stað á hóteli liðsins milli landsleikja í síðasta mánuði.

Knattspyrnusambandið í Perú hefur rannsakað málið í kjölinn og m.a. tekið viðtöl við starfsmenn á hótelinu og farið yfir myndbandsupptökur af uppákomunni.

Liðið fagnaði jafntefli sínu við Brasilíu með því að detta í það á hóteli og þar voru stundaðar frjálsar ástir ef marka má fréttir sem láku út fyrir nokkrum dögum.

"Leikmennirnir skemmtu sér með áfengi og kvenfólki og við erum nú búnir að rannsaka málið. Við höfum komist að því að þrír leikmenn eigi ekki afturkvæmt í liðið. Þeir hafa brugðist þjálfara sínum go sært 28 milljónir Perúbúa og þessi landráð þeirra eru til skammar fyrir fánann og landsliðstreyjuna," sagði talsmaður knattspyrnusambandsins.

Claudio Pizarro er einn þeirra sem grunaðir eru um að hafa staðið í svallinu.


Tengdar fréttir

Pizarro bendlaður við stóðlífi og fyllerí

Framherjinn Claudio Pizarro hjá Chelsea er einn þeirra leikmanna hjá landsliði Perú sem sakaðir eru um stóðlífi og partístand skömmu fyrir 5-1 skell gegn Ekvador í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×