Enski boltinn

Benitez bannar leikmönnum að horfa á boxið

Benitez vill að hans menn fari snemma að sofa
Benitez vill að hans menn fari snemma að sofa NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez er eflaust ekki vinsælasti maðurinn í herbúðum Liverpool í dag eftir að hann bannaði leikmönnum sínum að horfa á bardaga Ricky Hatton og Floyd Mayweather annað kvöld.

Benitez vill ekki að leikmennirnir vaki fram undir morgun á sunnudaginn og heimtar að þeir haldi einbeitingu fyrir leikinn mikilvæga gegn Marseille í Meistaradeildinni í næstu viku.

"Ég hef sagt þeim að það sé afar mikilvægt að ná góðri hvíld, sérstaklega þegar við eigum útileik og svo annan leik fljótlega á eftir. Leikmennirnir geta tekið bardagann upp og horft á hann síðar. Við reynum alltaf að hafa stjórn á svona löguðu," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×