Enski boltinn

Örlög Stóra-Sam ráðast ekki í kvöld

Sammi heldur starfinu þó hann tapi fyrir Arsenal í kvöld
Sammi heldur starfinu þó hann tapi fyrir Arsenal í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Eigandi Newcastle segir að leikur liðsins gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld hafi ekki úrslitaþýðingu um það hvort Sam Allardyce haldi starfi sínu sem knattspyrnustjóri.

Gengi Newcastle hefur verið langt undir væntingum undir stjórn Allardyce í haust og er hann nú almennt talinn sá stjóri sem situr í heitasta stólnum í úrvalsdeildinni.

Mike Ashley, eigandi félagsins, lýsir þó yfir stuðningi við stjóra sinn. "Ég verð á leiknum í kvöld og það er þvættingur að þessi leikur ráði því hvort Sam heldur starfi sínu eða ekki," sagði eigandinn í samtali við Daily Express, en því var haldið fram í nokkrum miðlum í gær að tap fyrir Arsenal gæti þýtt endalokin fyrir stjórann.

Newcastle hefur ekki unnið leik síðan það lagði Tottenham 3-1 á heimavelli þann 22. október og aðeins eitt stig hefur komið í hús síðan.

Leikur Newcastle og Arsenal hefst klukkan 19:45 og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn 2. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×