Enski boltinn

Almunia klár í enska landsliðið

Almunia er klár í að verða "Englands númer eitt"
Almunia er klár í að verða "Englands númer eitt" NordicPhotos/GettyImages

Spænski markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal er tilbúinn að skoða þann möguleika að gerast enskur ríkisborgari til að hjálpa landsliði þarlendra í markvarðakrísunni.

Markvarðarstaðan hefur verið nokkur vandræðastaða hjá enska landsliðinu undanfarin ár og komu þeir Paul Robinson og Scott Carson ekki vel frá prófraunum sínum í undankeppni EM eins og vitað er.

Almunia þykir mjög vænt um enska knattspyrnuáhugamenn eftir móttökurnar sem hann hefur fengið í leikjum með Arsenal og er tilbúinn að ganga langt til að sýna hollustu sina við þá.

"Ég myndi aldrei loka hurðinni á fólk sem hefur komið svona vel fram við mig. Ef ég væri í aðstöðu til að hjálpa enska landsliðinu og væri löglegur til þess - sé ég enga ástæðu til annars en að leggja hönd á plóginn. Það væri góð leið til að sýna þakklæti fyrir þann stuðnings sem ég hef fengið og ég útiloka ekkert," sagði Almunia í samtali við spænska fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×