Enski boltinn

Rauða spjaldið stendur

Robbie Keane fær þriggja leikja bann
Robbie Keane fær þriggja leikja bann NordicPhotos/GettyImages

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur vísað áfrýjun Tottenham á brottvísun Robbie Keane um helgina frá og því fer leikmaðurinn í þriggja leikja bann. Keane var vísað af velli fyrir tæklingu á Fabrice Muamba, en þetta þótti nokkuð strangur dómur.

Aganefndin var ekki sammála því og því verður írski landsliðsmaðurinn í banni í deildarleikjum gegn Manchester City og Portsmouth, sem og í bikarleik gegn Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×