Enski boltinn

King feginn að ná að spila

NordicPhotos/GettyImages

Miðvörðurinn Ledley King segir að sér hafi verið mikið létt í gærkvöld eftir að hann spilaði hálfleik með varaliði Tottenham í gær. Hann hefur ekki spilað síðan í lokaleik liðsins á síðustu leiktíð vegna meiðsla.

"Það var rosalega gott að ná loksins að spila og mér líður vel. Læknar liðsins hafa verið mér góðir og ég er ánægður svo lengi sem hnéð heldur. Ég hef átt við meiðsli að stríða síðustu ár en þetta hefur verið erfiðasti tíminn af því ég er búinn að vera svo lengi frá," sagði King.

Tottenham veitir ekki af endurkomu fyrirliða síns enda hefur vörn liðsins verið í besta falli afleit á leiktíðinni. King hefur enda ekki verið eini varnarmaður liðsins sem átt hefur við meiðsli að stríða og í dag á liðið ekki nema fjóra leikfæra varnarmenn í aðalliðinu og þar af eru þrír þeirra bakverðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×