Enski boltinn

Ég er ekkert að hætta

NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell hefur nú leiðrétt það sem fram kom í breskum fjölmiðlum fyrir nokkrum dögum þar sem haft var eftir honum að hann ætlaði að fara að hætta hjá Reading.

"Ég var í viðtali og þegar því var lokið vorum við bara að spjalla saman og þá missti ég út úr mér að kannski færi maður að taka sér smá hlé bráðum. Ég var ekki að meina í allra nánustu framtíð heldur hefur það nú atvikast þannig að ég hef stundum verið í fríi inn á milli af því enginn vildi ráða mig," sagð Coppell í samtali við Sky.

"Ég var einu sinni atvinnulaus í eitt ár og það var besti skóli sem ég hef fengið. Ég get fullvissað menn um að ég mun ekki hætta í næstu viku og ekki í næsta mánuði, en enginn veit framtíð sína í boltanum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×