Enski boltinn

Stórsigur Liverpool til rannsakaður?

Yossi Benayoun skoraði þrennu í 8-0 sigri Liverpool á Besiktas
Yossi Benayoun skoraði þrennu í 8-0 sigri Liverpool á Besiktas NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Evrópu gæti hrundið af stað rannsókn á 8-0 sigri Liverpool á Besiktas í Meistaradeildinni á dögunum eftir að þýskt dagblað hélt því fram að óeðlileg veðmál hefðu átt sér stað fyrir leikinn.

Sueddeutsche Zeitung sagði þannig að óvenju mikið hafi verið veðjað á stórsigur enska liðsins í veðbönkum og að grunur leiki á um að veðmálahringir í Asíu hafi hugsanlega átt þar hlut að máli.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur þegar hrint af stað rannsókn á leik Makedonija og Cherno More í Intertoto keppninni og að nokkrir aðrir leikir verði hugsanlega skoðaðir vegna gruns um óeðlileg veðmál.

Talsmaður sambandsins sagðist ekki geta staðfest neitt þegar leitað var til hans vegna leiks Liverpool og Besiktas og vildi lítið tjá sig um málið þar til búið væri að rannsaka það betur.

Knattspyrnusambandið hefur ekki sett sig í samband við forystumenn Liverpool en vinnur að rannsókn mála tengdum spillingu og veðmálum í samstarfi við Interpol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×