Enski boltinn

Hermann ánægður með jónafötin

Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson NordicPhotos/GettyImages

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segir að fatnaðurinn sem leikmenn Portsmouth klæðist hjálpi þeim sannarlega eins og bent var á í grein í Daily Mail í dag.

"Þetta virkar, það er engin spurning. Maður hefur alveg fundið það. Sérstaklega ef maður er að fljúga eins og eftir landsleiki, þá er maður fljótari að jafna sig," sagði Hermann í samtali við Vísi í dag.

Leikmenn Portsmouth fara t.a.m. í þröngar buxur eftir leiki sem eiga að hljálpa þeim að vera fljótari að jafna sig eftir leiki.

"Þetta flýtir fyrir því að losna við mjólkursýruna og maður er fljótari að jafna sig. Þú þarft ekki að vera íþróttamaður til að finna að þegar þú ferð í flug þá myndast einhver bjúgur í manni vegna vökvasöfnunar - svo maður fari ekki nánar út í þau fræði," sagði Hermann léttur í bragði.

Hann segir þó útbúnaðinn alls ekki einskorðast við Portsmouth eins og haldið var fram í greininni í Daily Mail. "Ég var að nota eitthvað svona svipað þegar ég var hjá Charlton og ég held að fullt af liðum sé að nota þetta," sagði Hermann.


Tengdar fréttir

Jónaðar treyjur Portsmouth virka

Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth hefur staðið sig vonum framar í haust og margir vilja meina að það sé ekki síst að þakka framúrstefnulegum fatnaði liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×