Enski boltinn

Man United heiðrar minningu fórnarlamba flugslyssins í München

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobby Charlton var einn þeirra sem komst lífs af. Hér er hann á sjúkrabeði nokkrum vikum eftir slysið.
Bobby Charlton var einn þeirra sem komst lífs af. Hér er hann á sjúkrabeði nokkrum vikum eftir slysið. Nordic Photos / Getty Images

Manchester United mun heiðra minningu þeirra sem létust í flugslysinu fræga í München árið 1958 með táknrænum hætti.

Í leik United þann 10. febrúar næstkomandi munu leikmenn liðsins klæðast treyjum með númerunum 1-11 og án allra auglýsinga. Þá verður rúm hálf öld liðin frá slysinu í München.

Þá fórst flugvél með leikmenn og starfsmenn Manchester United sem voru á leið sinni til Englands eftir leik gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad í Evrópukeppninni. 23 fórust í slysinu.

Meðal þeirra sem létust var Duncan Edwards og fyrirliðinn Roger Byrne. Edwards er af mörgum talinn vera besti knattspyrnumaðurinn sem England hefur alið af sér.

Enska landsliðið mun spila leik þann 6. febrúar þegar nákvæmlega hálf öld verður liðin frá slysinu og mun einnig heiðra minningu þeirra sem létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×