Enski boltinn

Neita viðræðum við Mourinho og Capello

Capello er einn þeirra stóru sem eru á lausu
Capello er einn þeirra stóru sem eru á lausu NordicPhotos/GettyImages

Enska knattspyrnusambandið neitar að staðfesta að það hafi rætt við þá Jose Mourinho og Fabio Capello um að taka við enska knattspyrnusambandinu.

Þessir tveir eru sagðir líklegustu mennirnir til að hreppa starfið ásamt þeim Martin O´Neill, Jurgen Klinsmann og Marcello Lippi. Englendingum liggur nú nokkuð á í að finna eftirmann Steve McClaren, þó næsta verkefni enska landsliðsins sé ekki fyrr en í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×