Enski boltinn

Drogba úr leik fram í febrúar?

Drogba er sagður þurfa í uppskurð
Drogba er sagður þurfa í uppskurð NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að framherjinn sterki Didier Drogba hjá Chelsea þurfi líklega að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla og verði frá keppni í nokkra mánuði.

Chelsea stendur nú frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort pína á leikmanninn meiddan í gegn um jólatörnina eða láta hann fara í aðgerð strax. Hann á svo að taka þátt í Afríkumótinu með landsliði Fílabeinsstrandarinnar eftir áramótin.

Læknalið Chelsea mun funda með Drogba í dag til að ákveða næsta skref í málinu að sögn blaðsins. Ef satt reynist að framherjinn verði frá keppni næstu vikurnar yrði það klárlega gríðarlegt áfall fyrir Chelsea.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×