Enski boltinn

Enn seinkar endurkomu Neville

NordicPhotos/GettyImages

Bakvörðurinn Gary Neville þar enn og aftur að sætta sig við að bíða lengur með endurkomu sína með Manchester United eftir að hann varð fyrir enn einum meiðslunum.

Neville hefur ekki spilað með United síðan hann ökklabrotnaði í leik gegn Bolton í byrjun mars en hefur síðan meiðst á kálfa og læri svo eitthvað sé nefnt.

Hann spilaði með varaliði United á dögunum en eitthvað var ekki í lagi því Sir Alex Ferguson hefur útilokað ða hann verði í hópnum gegn Roma í Meistaradeildinni eins og upphaflega stóð til. Ferguson segir meiðslin ekki alvarleg.

"Gary sló aðeins niður og það eru auðvitað slæm tíðindi. Meiðslin eru þó ekki alvarleg en hann þarf að fara til sérfræðingsins aftur. Þetta er ekki alvarlegt, hann er bara búinn að vera óheppinn með smámeiðsli," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×