Enski boltinn

Enskir hafa sett sig í samband við Mourinho

NordicPhotos/GettyImages

Breska ríkissjónvarpið greindi frá því í morgun að forráðamenn enska knattspyrnusambandsins væru búnir að hafa samband við umboðsmann Jose Mourinho með það fyrir augum að ráða hann sem landsliðsþjálfara.

Talið er að enska knattspyrnusambandið hafi sett saman fimm eða sex manna lóskalista í starfið og að Mourinho sé eitt nafnanna á listanum. Boltinn ku nú vera hjá Portúgalanum sem loksins virðist nú hafa verið boðið starfið á formlegan hátt.

Fréttir af því að Mourinho væri í Lundúnum birtust í nokkrum af bresku blöðunum í morgun, en BBC segir ekkert hæft í þeim fréttaflutningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×