Enski boltinn

Agbonlahor og O'Neill bestir í nóvember

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gabriel Agbonlahor fagnar marki sínu gegn Middlesbrough þann 24. nóvember síðastliðinn.
Gabriel Agbonlahor fagnar marki sínu gegn Middlesbrough þann 24. nóvember síðastliðinn. Nordic Photos / Getty Images

Aston Villa hirti bæði verðlaun ensku úrvalsdeildarinnar fyrir nóvembermánuð. Martin O'Neill var útnefndur besti knattspyrnustjórinn og Gabriel Agbonlahor besti leikmaðurinn.

Aston Villa vann fjóra leiki í röð í síðasta mánuði og skoraði ellefu mörk. Agbonlahor skoraði til að mynda sigurmark í grannaslag Aston Villa og Birmingham.

Martin O'Neill hefur fimm sinnum unnið þessi verðlaun, þar af tvívegis sem knattspyrnustjóri Aston Villa.

„Þetta er auðvitað mikið gleðiefni,“ sagði O'Neill. „Sérstaklega erum við ánægðir fyrir hönd Gabby sem hefur verið að spila sérstaklega vel. Ég tel það mikilvægt að við viðhöldum þessum stöðuleika, sérstaklega í leikjatörninni í kringum jólin og áramótin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×