Fleiri fréttir Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær. 15.9.2007 12:14 Ronaldo lofar að halda haus Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum. 15.9.2007 11:39 Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar. 15.9.2007 11:30 Spáð í spilin - Birmingham - Bolton Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli. 15.9.2007 10:15 Spáð í spilin - Wigan - Fulham Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð. 15.9.2007 08:30 Spáð í spilin - Sunderland - Reading Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum. 15.9.2007 06:45 Spáð í spilin - Tottenham - Arsenal Í dag há þessi lið 141. grannaslag sinn í deildinni og þann 31. síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Tottenham leitast við að ná sínum 50. sigri gegn grönnum sínum í 156. leik liðanna. Arsenal hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. 15.9.2007 05:15 Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu. 15.9.2007 04:00 Spáð í spilin - Everton - Man Utd Sigurvegarinn í þessum grannaslag í norð-vestrinu mun fara á toppinn í úrvalsdeildinni í að minnsta kosti 45 mínútur. Everton þarf aðeins stig til að komast á toppinn og ef liðið gerir jafntefli verður það 1000. jafntefli Everton-liðsins í efstu deild. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni til þessa en Manchester United hefur hinsvegar ekki unnið á útivelli enn sem komið er. 15.9.2007 00:37 Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Chelsea hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er leiks gegn Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en þó hefur ekkert mark komið í leikinn á fyrstu 45 mínútum leiksins. Það var Michael Essien sem átti líklega besta færi Chelsea til þessa en Brad Friedel varði langskot hans meistaralega. 15.9.2007 17:05 Tottenham yfir í hálfleik gegn Arsenal Tottenham hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Arsenal þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Það var velski landsliðsmaðurinn ungi Gareth Bale sem skoraði mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Arsenal hefur fengið nokkur góð færi í leiknum en gestirnir hafa ekki haft heppnina með sér til þessa. 15.9.2007 13:21 Jafnt á Goodison Park í hálfleik Staðan í leik Everton og Manchester United er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Goodison Park. Leikurinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur en United-liðið missti varnarmanninn Mikael Silvestre af velli meiddan á hné. Það var Nani sem tók stöðu hans í liðinu. 15.9.2007 11:51 Alves var næstum farinn til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves. 14.9.2007 20:30 Tekur Costacurta við QPR? Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan. 14.9.2007 20:00 Cahill: Everton frekar en Ástralía Tim Cahill segist taka Everton framyfir ástralska landsliðið. Honum líkar lífið vel á Goodison Park og segist aldrei hafa hugsað út í það að yfirgefa liðið. Hann er þessa stundina að vinna í því að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. 14.9.2007 18:30 Heskey: Ég á heima í byrjunarliðinu Emile Heskey segir að hann eigi skilið að halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins eftir frammistöðu sína í síðustu tveimur leikjum í undankeppni EM. 14.9.2007 18:00 City vann tvöfalt fyrir ágúst Micah Richards, hinn nautsterki varnarmaður Manchester City, hefur fengið verðlaun fyrir að vera leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran-Eriksson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. 14.9.2007 17:25 Svona er að semja við djöfulinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. 14.9.2007 16:34 Laug báðar ömmur sínar í gröfina Miðjumaðurinn Stephen Ireland hjá Manchester City og írska landsliðinu hefur beðist auðmjúklega afsökunar á að hafa dregið þjóð sína og knattspyrnufélag á asnaeyrunum svo dögum skipti í vikunni. Ireland laug því að báðar ömmur hans væru dauðar til að sleppa frá Slóvakíu þar sem hann var með landsliðinu. 14.9.2007 15:26 Mourinho: Drogba og Lampard verða ekki með Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti í samtali við Sky-fréttastofuna í dag að þeir Frank Lampard og Didier Drogba yrðu ekki í leikmannahópi Chelsea í leiknum gegn Blackburn á morgun. "Þeir verða vonandi orðnir klárir í næstu viku," sagði stjórinn. 14.9.2007 14:57 Ballack verður ekki seldur í janúar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Chelsea, segir útilokað að miðjumaðurinn Michael Ballack verði seldur frá félaginu í janúar. Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Þjóðverjans í herbúðum Chelsea að undanförnu, en Kenyon hefur nú bundið enda á þann orðróm. 14.9.2007 14:50 Reina: Liverpool verður meistari Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool segir 18 ára bið stuðningsmanna Liverpool brátt á enda og segir liðið í ár nógu sterkt til að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool hefur byrjað deildina mjög vel í haust og útlit fyrir að hópur liðsins sé sá sterkasti í háa herrans tíð. 14.9.2007 12:37 Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26 Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21 Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02 Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22 Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18 Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09 Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00 Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00 Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25 Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10 Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35 Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44 Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44 Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38 Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17 Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01 McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23 E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu. 12.9.2007 21:57 Micah Richards hefur ekki snert á lóðum Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City er engin smásmíði þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann segist aldrei hafa snert lyftingalóð á ævi sinni fyrr en hann byrjaði að æfa með City en er samt með skrokk sem myndi sóma sér á hvaða hnefaleikara sem er. 12.9.2007 14:29 Aurelio spilaði með varaliði Liverpool Varnarmaðurinn Fabio Aurelio hjá Liverpool er nú óðum að ná heilsu eftir að hafa slitið hásin í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Aurelio spilaði með varaliði Liverpool í 2-1 sigri þess á Crewe í gær og talið er að hann gæti komið við sögu með aðalliðinu í kring um 20. september. 12.9.2007 13:13 Fyrirgefðu Fergie 43 ára gamall Englendingur, Kevin Reynolds, hefur viðurkennt að hafa kýlt Sir Alex Ferguson í klofið og að hafa skallað lögregluþjón fyrir utan Euston-lestarstöðina í London á mánudagskvöldið. "Fyrirgefðu Fergie, ég vissi ekki að þetta værir þú," sagði sá drukkni fyrir rétti í Lundúnum í dag. 12.9.2007 12:41 Bent klár í að mæta erkifjendunum Framherjinn Darren Bent hjá Tottenham hefur nú náð heilsu á ný eftir að lærmeiðsli kostuðu hann sæti í enska landsliðinu. Bent skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham gegn Derby en hefur verið meiddur síðan. Hann vill gjarnan stimpla sig inn á ný í grannaslagnum gegn Arsenal á laugardaginn. 12.9.2007 12:32 Ricky Martin í uppáhaldi hjá Ronaldo Cristiano Ronaldo hjá Manchester United viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi latneska hjartaknúsarans Ricky Martin. Hann segist einnig vera mikið fyrir að syngja og ætlar að taka lagið með systur sinni á plötu sem hún gefur út bráðlega. 12.9.2007 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær. 15.9.2007 12:14
Ronaldo lofar að halda haus Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum. 15.9.2007 11:39
Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar. 15.9.2007 11:30
Spáð í spilin - Birmingham - Bolton Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli. 15.9.2007 10:15
Spáð í spilin - Wigan - Fulham Þessi lið eru með 100% árangur á ólíkum vígstöðvum það sem af er deildarkeppninni. Wigan hefur unnið alla heimaleiki sína til þessa á meðan Fulham hefur tapað öllum sínum á útivelli. Fulham hefur spilað flesta útileiki í röð í úrvalsdeildinni án þess að ná í sigur - 19 talsins. Þar af hefur liðið tapað sex útileikjum í röð. 15.9.2007 08:30
Spáð í spilin - Sunderland - Reading Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum. 15.9.2007 06:45
Spáð í spilin - Tottenham - Arsenal Í dag há þessi lið 141. grannaslag sinn í deildinni og þann 31. síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Tottenham leitast við að ná sínum 50. sigri gegn grönnum sínum í 156. leik liðanna. Arsenal hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í deildinni til þessa á meðan Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. 15.9.2007 05:15
Spáð í spilin - Portsmouth - Liverpool Liverpool er hér að sigla inn í helgarumferð á toppi úrvalsdeildarinnar í fyrsta sinn í fimm ár og þar með í fyrsta sinn undir stjórn Rafa Benitez. Liðið getur unnið þrjá deildarleiki í röð með sigri en það hefur ekki gerst í 17 leiki hjá liðinu. 15.9.2007 04:00
Spáð í spilin - Everton - Man Utd Sigurvegarinn í þessum grannaslag í norð-vestrinu mun fara á toppinn í úrvalsdeildinni í að minnsta kosti 45 mínútur. Everton þarf aðeins stig til að komast á toppinn og ef liðið gerir jafntefli verður það 1000. jafntefli Everton-liðsins í efstu deild. Liðið hefur ekki tapað á heimavelli í deildinni til þessa en Manchester United hefur hinsvegar ekki unnið á útivelli enn sem komið er. 15.9.2007 00:37
Markalaust á Stamford Bridge í hálfleik Chelsea hefur verið mun sterkari aðilinn það sem af er leiks gegn Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, en þó hefur ekkert mark komið í leikinn á fyrstu 45 mínútum leiksins. Það var Michael Essien sem átti líklega besta færi Chelsea til þessa en Brad Friedel varði langskot hans meistaralega. 15.9.2007 17:05
Tottenham yfir í hálfleik gegn Arsenal Tottenham hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í Arsenal þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leik liðsins gegn erkifjendunum í Arsenal. Það var velski landsliðsmaðurinn ungi Gareth Bale sem skoraði mark Tottenham beint úr aukaspyrnu. Arsenal hefur fengið nokkur góð færi í leiknum en gestirnir hafa ekki haft heppnina með sér til þessa. 15.9.2007 13:21
Jafnt á Goodison Park í hálfleik Staðan í leik Everton og Manchester United er jöfn 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks á Goodison Park. Leikurinn hefur ekki verið sérlega skemmtilegur en United-liðið missti varnarmanninn Mikael Silvestre af velli meiddan á hné. Það var Nani sem tók stöðu hans í liðinu. 15.9.2007 11:51
Alves var næstum farinn til Chelsea Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves. 14.9.2007 20:30
Tekur Costacurta við QPR? Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan. 14.9.2007 20:00
Cahill: Everton frekar en Ástralía Tim Cahill segist taka Everton framyfir ástralska landsliðið. Honum líkar lífið vel á Goodison Park og segist aldrei hafa hugsað út í það að yfirgefa liðið. Hann er þessa stundina að vinna í því að jafna sig á meiðslum sem hann hlaut á undirbúningstímabilinu. 14.9.2007 18:30
Heskey: Ég á heima í byrjunarliðinu Emile Heskey segir að hann eigi skilið að halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins eftir frammistöðu sína í síðustu tveimur leikjum í undankeppni EM. 14.9.2007 18:00
City vann tvöfalt fyrir ágúst Micah Richards, hinn nautsterki varnarmaður Manchester City, hefur fengið verðlaun fyrir að vera leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran-Eriksson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. 14.9.2007 17:25
Svona er að semja við djöfulinn Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. 14.9.2007 16:34
Laug báðar ömmur sínar í gröfina Miðjumaðurinn Stephen Ireland hjá Manchester City og írska landsliðinu hefur beðist auðmjúklega afsökunar á að hafa dregið þjóð sína og knattspyrnufélag á asnaeyrunum svo dögum skipti í vikunni. Ireland laug því að báðar ömmur hans væru dauðar til að sleppa frá Slóvakíu þar sem hann var með landsliðinu. 14.9.2007 15:26
Mourinho: Drogba og Lampard verða ekki með Jose Mourinho, stjóri Chelsea, staðfesti í samtali við Sky-fréttastofuna í dag að þeir Frank Lampard og Didier Drogba yrðu ekki í leikmannahópi Chelsea í leiknum gegn Blackburn á morgun. "Þeir verða vonandi orðnir klárir í næstu viku," sagði stjórinn. 14.9.2007 14:57
Ballack verður ekki seldur í janúar Peter Kenyon, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Chelsea, segir útilokað að miðjumaðurinn Michael Ballack verði seldur frá félaginu í janúar. Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Þjóðverjans í herbúðum Chelsea að undanförnu, en Kenyon hefur nú bundið enda á þann orðróm. 14.9.2007 14:50
Reina: Liverpool verður meistari Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool segir 18 ára bið stuðningsmanna Liverpool brátt á enda og segir liðið í ár nógu sterkt til að vinna enska meistaratitilinn. Liverpool hefur byrjað deildina mjög vel í haust og útlit fyrir að hópur liðsins sé sá sterkasti í háa herrans tíð. 14.9.2007 12:37
Drogba enn tæpur vegna hnémeiðsla Fílstrendingurinn Didier Drogba hjá Chelsea er enn nokkuð tæpur í leik liðsins gegn Blackburn á morgun vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa fyrir hálfum mánuði. Hann hefur enn ekki náð sér að fullu þrátt fyrir að hafa fengið frí frá landsliðinu í vikunni og er enn í endurhæfingu. 14.9.2007 12:26
Rooney kominn í hóp United á ný Framherjinn Wayne Rooney er kominn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fótbrot sem hann hlaut í opnunarleiknum í ensku úrvalsdeildinni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvaða hlutverk hinn 21 árs gamli markaskorari fær í leiknum, en trúlega verður hann á varamannabekknum til að byrja með. Þá kemur Cristiano Ronaldo aftur inn í hóp liðsins eftir leikbann. 14.9.2007 12:21
Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met. 14.9.2007 10:02
Curbishley tekur undir með Benitez Alan Curbishley, stjóri West Ham í ensku úrvalsdeildinni, tekur undir með Rafa Benitez hjá Liverpool og skoðanir hans á álagi á leikmenn í kring um landsleikjahlé. Hann segist alveg geta hugsað sér að fá tíma fram á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir deildarleiki eftir að landsliðin spila á miðvikudagskvöldum. 14.9.2007 09:22
Almunia ver mark Arsenal áfram Manuel Almunia mun verja mark Arsenal á laugardaginn þegar lðið heimsækir erkifjendur sína í Tottenham á White Hart Lane. Arsene Wenger knattspyrnustjóri hefur staðfest þetta og segir að Jens Lehmann sé farinn að finna aftur til í olnboganum sem hefur haldið honum út úr liðinu í síðustu fjórum leikjum. 14.9.2007 09:18
Coppell: Of snemmt að örvænta Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils. 14.9.2007 09:09
Lehmann eða Almunia? Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu. 13.9.2007 21:00
Ákveðinn í að halda Jaaskelainen Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton. 13.9.2007 20:00
Heskey svaraði gagnrýnendum Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum. 13.9.2007 18:25
Laus úr viðjum spilafíknar Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham. 13.9.2007 18:10
Megson tekinn við Leicester Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra. 13.9.2007 17:35
Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein. 13.9.2007 16:44
Redknapp: Megum ekki láta Liverpool spila okkur í hel Harry Redknapp og lærisveinar hans í Portsmouth eiga erfiðan leik fyrir höndum um helgina þegar þeir taka á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Portsmouth náði að leggja Liverpool síðast þegar liðin mættust á Fratton Park og Redknapp vill ólmur endurtaka leikinn. 13.9.2007 13:44
Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu. 13.9.2007 13:38
Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum. 13.9.2007 12:17
Berbatov ómeiddur eftir samstuð Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov meiddist lítillega þegar hann lenti í samstuði í leik Búlgara við Lúxemburg í gær. Hann fékk skurð á munninn sem þó ætti ekki að verða til þess að hann missi af grannaslag Tottenham og Arsenal á laugardaginn. Berbatov skoraði tvívegis í leiknum í gær og er kominn í annað sæti yfir markahæstu leikmenn þjóðar sinnar ásamt Hristo Stoichkov með 37 mörk. 13.9.2007 12:01
McClaren hrósar Michael Owen Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir að hann hafi aldrei efast eitt augnablik um hæfileika framherjans Michael Owen eftir að hann skoraði tvö mörk í sigri Englendinga á Rússum í gær. Owen skoraði því þrjú mörk í landsleikjunum tveimur í vikunni, en McClaren var nokkuð gagnrýndur fyrir að setja hann beint í byrjunarliðið. 13.9.2007 09:23
E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu. 12.9.2007 21:57
Micah Richards hefur ekki snert á lóðum Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City er engin smásmíði þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann segist aldrei hafa snert lyftingalóð á ævi sinni fyrr en hann byrjaði að æfa með City en er samt með skrokk sem myndi sóma sér á hvaða hnefaleikara sem er. 12.9.2007 14:29
Aurelio spilaði með varaliði Liverpool Varnarmaðurinn Fabio Aurelio hjá Liverpool er nú óðum að ná heilsu eftir að hafa slitið hásin í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Aurelio spilaði með varaliði Liverpool í 2-1 sigri þess á Crewe í gær og talið er að hann gæti komið við sögu með aðalliðinu í kring um 20. september. 12.9.2007 13:13
Fyrirgefðu Fergie 43 ára gamall Englendingur, Kevin Reynolds, hefur viðurkennt að hafa kýlt Sir Alex Ferguson í klofið og að hafa skallað lögregluþjón fyrir utan Euston-lestarstöðina í London á mánudagskvöldið. "Fyrirgefðu Fergie, ég vissi ekki að þetta værir þú," sagði sá drukkni fyrir rétti í Lundúnum í dag. 12.9.2007 12:41
Bent klár í að mæta erkifjendunum Framherjinn Darren Bent hjá Tottenham hefur nú náð heilsu á ný eftir að lærmeiðsli kostuðu hann sæti í enska landsliðinu. Bent skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham gegn Derby en hefur verið meiddur síðan. Hann vill gjarnan stimpla sig inn á ný í grannaslagnum gegn Arsenal á laugardaginn. 12.9.2007 12:32
Ricky Martin í uppáhaldi hjá Ronaldo Cristiano Ronaldo hjá Manchester United viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi latneska hjartaknúsarans Ricky Martin. Hann segist einnig vera mikið fyrir að syngja og ætlar að taka lagið með systur sinni á plötu sem hún gefur út bráðlega. 12.9.2007 12:30