Enski boltinn

Micah Richards hefur ekki snert á lóðum

Micah Richards er tröllvaxinn þrátt fyrir ungan aldur
Micah Richards er tröllvaxinn þrátt fyrir ungan aldur Mynd/Netið

Enski landsliðsmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City er engin smásmíði þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall. Hann segist aldrei hafa snert lyftingalóð á ævi sinni fyrr en hann byrjaði að æfa með City en er samt með skrokk sem myndi sóma sér á hvaða hnefaleikara sem er.

"Fólk hefur spurt mig hvort ég hafi æft eins og brjálæðingur þegar ég var yngri en sannleikurinn er nú sá að ég snerti ekki lóð eða neitt svoleiðis. Ég fékk mína líkamlegu burði bara í vöggugjöf. Ég hef ekki æft neitt sérstaklega," sagði hinn massaði Richards í samtali við Mirror.

Smelltu á myndina til að stækka hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×