Enski boltinn

Ronaldo lofar að halda haus

AFP

Portúgalski vængmaðurinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United segist hafa lofað stjóra sínum að láta skapið ekki hlaupa með sig í gönur á leikvellinum í framtíðinni. Ronaldo snýr aftur úr þriggja leikja banni í dag sem hann fékk fyrir að skalla til Richard Hughes hjá Portsmouth á dögunum.

"Ég lærði af þessum mistökum mínum og framvegis verð ég tilbúinn þegar andstæðngarnir byrja að atast í mér. Ég læt ekki neitt svona egna mig út í einhverja vitleysu aftur. Ég er búinn að lofa stjóranum að halda haus í framtíðinni og svona kemur ekki fyrir aftur. Ég óska engum leikmanni þess að þurfa að hanga fyrir utan liðið þegar félagarnir eru að spila og þessir þrír leikir sem ég missti af hafa verið erfiðir fyrir mig," sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×