Enski boltinn

Carragher hugsanlega með gegn Portsmouth

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Jamie Carragher er vongóður um að hann nái að spila með Liverpool þegar liðið sækir Portsmouth heim í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í hádeginu á laugardag. Carragher hefur misst af tveimur leikjum með Liverpool eftir að hann fékk högg á rifbein.

"Jamie kom ómeiddur út úr æfingum og ætti að geta spilað á laugardaginn. Við eigum eftir að athuga með hann fyrir leik, en hann ætti að sleppa í leikinn. Ég á ekkert allt of mikið af miðvörðum í hópnum og því vil ég ganga úr skugga um að þeir séu heilir heilsu," sagði Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool, sem enn á ný skvetti úr skálum reiði sinnar í dag vegna álagsins sem fylgir landsleikjunum.  

Hann gaf líka skoðun sína á leikjum enska landsliðsins í vikunni. "Mér fannst leikurinn við Ísraela betri. Englendingarnir voru í vandræðum á sumum sviðum í gær, en ég ætla ekki að fara nánar út í það. Fyrri leikurinn var betri, en þegar liðið vinnur 3-0 segir maður bara "Til hamingju" 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×