Enski boltinn

E-riðill: Owen með tvö í sigri Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen og Rio Ferdinand sáu um markaskorun enska landsliðsins í kvöld.
Michael Owen og Rio Ferdinand sáu um markaskorun enska landsliðsins í kvöld.

Michael Owen skoraði tvö mörk og Rio Ferdinand eitt þegar England vann mikilvægan 3-0 sigur gegn Rússlandi á heimavelli sínum. Leikurinn var liður í undankeppni Evrópumótsins.

Englendingar eru í öðru sæti riðilsins, þremur stigum á eftir Króatíu.

Owen skoraði bæði mörk sín í fyrri hálfleik. Rússarnir náðu reyndar einnig að skora mark en dómarinn dæmdi hendi á einn leikmann þeirra og var það mjög strangur dómur. Ferdinand innsiglaði sigur Englands fimm mínútum fyrir leikslok.

Úrslit kvöldsins í E-riðli:

England - Rússland 3-0

Makedónía - Eistland 1-1

Andorra - Króatía 0-6

Staðan: (Leikir) - Stig

1. Króatía (9) - 23

2. England (9) - 20

3. Rússland (9) - 18

4. Ísrael (9) - 17

5. Makedónía (9) - 8

6. Eistland (10) - 4

7. Andorra (9) - 0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×