Enski boltinn

Bent klár í að mæta erkifjendunum

Darren Bent hefur mikið að sanna hjá Tottenham
Darren Bent hefur mikið að sanna hjá Tottenham NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Darren Bent hjá Tottenham hefur nú náð heilsu á ný eftir að lærmeiðsli kostuðu hann sæti í enska landsliðinu. Bent skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Tottenham gegn Derby en hefur verið meiddur síðan. Hann vill gjarnan stimpla sig inn á ný í grannaslagnum gegn Arsenal á laugardaginn.

"Það er ekki sérlega gaman að meiðast á þessum tímapunkti þar sem ég missti af deildarleik gegn Manchester United og Fulham - og fékk fyrir vikið ekki tækifæri með landsliðinu. Ég er hinsvegar byrjaður að æfa á ný núna og get ekki beðið eftir að fá að spila aftur," sagði Bent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×