Enski boltinn

Heskey: Ég á heima í byrjunarliðinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heskey í leik Englands gegn Ísrael.
Heskey í leik Englands gegn Ísrael.

Emile Heskey segir að hann eigi skilið að halda sæti sínu í byrjunarliði enska landsliðsins eftir frammistöðu sína í síðustu tveimur leikjum í undankeppni EM.

Heskey spilaði fyrir England í fyrsta sinn í þrjú ár þegar liðið vann Ísrael og Rússland. Hann náði vel saman við Michael Owen í fremstu víglínu en Wayne Rooney verður mættur aftur til leiks í næsta landsleik sem verður gegn Eistlandi í október.

„Mér finnst sem ég hafi gert nóg til að eiga að byrja næsta leik. Reyndar finnst mér að enginn eigi skilið byrjunarliðssæti sem er ekki á þeirri skoðun að hann eigi að vera þar," sagði Heskey.

Heskey segir að þrátt fyrir frábæra frammistöðu í síðustu leikjum eigi hann meira inni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×