Enski boltinn

Aurelio spilaði með varaliði Liverpool

Aurelio gefur Liverpool aukna breidd í stöðu vinstri bakvarðar
Aurelio gefur Liverpool aukna breidd í stöðu vinstri bakvarðar NordicPhotos/GettyImages
Varnarmaðurinn Fabio Aurelio hjá Liverpool er nú óðum að ná heilsu eftir að hafa slitið hásin í leik liðsins gegn PSV í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Aurelio spilaði með varaliði Liverpool í 2-1 sigri þess á Crewe í gær og talið er að hann gæti komið við sögu með aðalliðinu í kring um 20. september.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×