Enski boltinn

Megson tekinn við Leicester

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Megson er mættur á ný.
Gary Megson er mættur á ný.

Gary Megson er nýr knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Leicester City. Megson er 48 ára og hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Nottingham Forest í febrúar í fyrra.

Þá er Megson fyrrum knattspyrnustjóri Norwich, Blackpool, Stockport, Stoke og West Bromwich Albion. Hann er fimmti stjóri Leicester á átján mánuðum en liðið hefur fimm stig að loknum fjórum leikjum í 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×