Enski boltinn

Heskey svaraði gagnrýnendum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Emile Heskey.
Emile Heskey.

Margir lýstu yfir undrun sinni á þeirri ákvörðun Steve McClaren, landsliðsþjálfara Englands, að notast við sóknarmanninn Emile Heskey. Sjálfur hefur Heskey svarað gagnrýnendum á réttan hátt eða með frammistöðu sinni á vellinum.

Heskey átti virkilega góðan leik í gær þegar enska landsliðið vann það rússneska 3-0. „Ég efaðist aldrei um að hann hefði það sem þarf til að spila fyrir landsliðið. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir okkur," sagði Chris Hutchings, stjóri Heskey hjá Wigan.

Hutchings telur að velgengni Wigan spili stóran þátt í árangri Heskey. „Gæðin í liðinu eru meiri en undanfarin ár og það hefur sitt að segja. Heskey fær meiri þjónustu frammi og því bara betri," sagði Hutchings.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×