Svona er að semja við djöfulinn 14. september 2007 16:34 NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson. Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson.
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira