Enski boltinn

Ákveðinn í að halda Jaaskelainen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jussi Jaaskelainen.
Jussi Jaaskelainen.

Sammy Lee, knattspyrnustjóri Bolton, segir að framtíð finnska markvarðarins Jussi Jaaskelainen sé hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur verið orðaður við nokkur lið á Englandi en hann hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning við Bolton.

Lee segir að Jaaskelainen spili stórt hlutverk í sínum áætlunum. „Við vinnum hörðum höndum og gerum allt sem við getum til að halda honum. Við viljum alls ekki missa okkar bestu leikmenn og Jussi er klárlega í þeim hópi," sagði Lee.

Jaaskelainen er sá leikmaður Bolton sem hefur verið lengst hjá félaginu. Arsenal er meðal þeirra félaga sem talið er hafa áhuga á að fá hann í sínar raðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×