Enski boltinn

Laus úr viðjum spilafíknar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Matthew Etherington.
Matthew Etherington.

Matthew Etherington, vængmaður West Ham, segist vera í skýjunum með að spilafíkn sín tilheyri nú fortíðinni. Etherington fór í meðferð vegna spilafíknar en henni er nú lokið og leikmaðurinn er farinn að finna sig á nýjan leik í búningi West Ham.

„Þetta voru erfiðir tímar fyrir mig en ég er ánægður með að þeir séu að baki. Nú hlakka ég bara til bjartra tíma framundan hjá West Ham. Spilafíknin hafði slæm áhrif á mig sem manneskju og einnig neikvæð áhrif á spilamennsku mína," sagði Etherington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×