Enski boltinn

Alves var næstum farinn til Chelsea

Elvar Geir Magnússon skrifar
Daniel Alves.
Daniel Alves.

Umboðsmaður bakvarðarins Daniel Alves segir að leikmaðurinn hafi næstum verið genginn í raðir Chelsea í síðasta mánuði. Alves leikur með Sevilla á Spáni en félagið var nánast búið að komast að samkomulagi við enska stórliðið um sölu á Alves.

„Samkomulag hafði náðst tíu dögum fyrir lokum félagaskiptagluggans. Þá kom Real Madrid allt í einu inn í spilið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, taldi að hann gæti fengið meiri pening fyrir leikmanninn og hækkaði verðmiðann," sagði umboðsmaðurinn Jose Rodriguez Baster.

„Real Madrid neitaði svo að borga tilsetta upphæð fyrir Alves. Á endanum dróg Chelsea sig líka út úr þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×