Enski boltinn

Spáð í spilin - West Ham - Middlesbrough

NordicPhotos/GettyImages

Þessi lið eru á svipuðum slóðum um miðja deild en hafa bæði náð í sjö stig af níu mögulegum í síðustu þremur leikjum sínum. Lundúnaliðið hefur fengið fæst gul spjöld allra liða í deildinni til þessa (4), á meðan Boro er grófasta liðið til þessa ef tekið er mið af spjöldum með 16 áminningar.

West Ham hefur tapað aðeins einum af níu heimaleikjum sínum við Boro frá stofnun úrvalsdeildarinnar og hafa þar af unnið síðustu fimm einvígi þessara liða heima.

Middlesbrough hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu þremur úrvalsdeildarleikjum sínum, en þó hefur liðinu aðeins mistekist að skora einu sinni í síðustu níu deildarleikjum. Boro stefnir á þriðja sigur sinn í London eftir að hafa unnið Fulham í sumar og vor. West Ham hefur líkt og Boro aðeins mistekist að skora í einum af síðustu níu deildarleikjum. Liðið hefur unnið 10 af 25 deildarleikjum undir stjórn Alan Curbishley - og þar af hefur liðið aðeins tapað 11.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×