Enski boltinn

Spáð í spilin - Sunderland - Reading

Ívar Ingimarsson verður á sínum stað í liði Reading í dag
Ívar Ingimarsson verður á sínum stað í liði Reading í dag NordicPhotos/GettyImages

Hér er á ferðinni botnslagur af bestu gerð þar sem lið með nákvæmlega sama árangur mætast, en bæði hafa unniði einn, gert eitt jafntefli og tapað þremur. Sunderland hefur skorað einu marki meira en Reading. Sunderland hefur tapað fjórum síðustu leikjum sínum í deild og bikar og hefur ekki skorað mark í þessum fjórum leikjum.

Bæði lið hafa verið í erfiðleikum með að skora í síðustu leikjum og Sunderland hefur ekki skorað í 270 mínútur og Reading í 226 mínútur. Reading hefur ekki skorað mark á útivelli til þessa í deildinni. Sunderland hefur ekki skorað í fyrri hálfleik og Reading ekki í seinni hálfleik. Þetta er fyrsti leikur þessara liða í efstu deild í sögunni - leikir liðanna til þessa hafa allir verið í næst efstu deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×