Enski boltinn

Hughes: Fínt að mæta Chelsea núna

NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes, stjóri Blackburn í ensku úrvalsdeildinni, segir fínt að mæta Chelsea á þessum tímapunkti í deildinni. Liðin eigast við á Stamford Bridge á morgun þar sem Chelsea hefur ekki tapað í 65 heimaleikjum í röð, sem er met.

"Venjulega eru stóru liðin mjög fljót að svara tapi og koma til baka, en ég held að nú sé eins góður tími og hver annar til að mæta Chelsea - því ég held að mögulega séu smá brotalamir í liðinu í augnablikinu," sagði Hughes og vísaði til 2-0 taps Chelsea gegn Aston Villa fyrir landsleikjahlé.

"Menn eru nú yfirleitt fegnir að ná jafntefli gegn Chelsea, því það er lið sem lætur þig alltaf vinna fyrir hlutunum - sérstaklega á heimavelli," sagði Hughes. Hans menn eru í mjög góðum málum og eru taplausir í síðustu 8 leikjum á þessu tímabili. Síðasta tap Blackburn var reyndar gegn Chelsea fyrir 14 leikjum síðan í undanúrslitum enska bikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×