Enski boltinn

City vann tvöfalt fyrir ágúst

Elvar Geir Magnússon skrifar
Richards í baráttunni í leik gegn Chelsea.
Richards í baráttunni í leik gegn Chelsea.

Micah Richards, hinn nautsterki varnarmaður Manchester City, hefur fengið verðlaun fyrir að vera leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Sven Göran-Eriksson var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.

Þrátt fyrir að vera aðeins nítján ára spilar Richards lykilhlutverk hjá City sem vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu. Þá lék hann skínandi vel fyrir enska landsliðið í sigrum liðsins gegn Ísrael og Rússlandi.

City vann tvöfalt í ágústmánuði þar sem Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri liðsins, var valinn stjóri mánaðarins. Síðast vann stjóri City verðlaun fyrir stjóra mánaðarins í ágúst 2005 þegar Stuart Pearce var við stjórnvölinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×