Enski boltinn

Eriksson: Heimskulegt hjá Ireland

NordicPhotos/GettyImages

Sven-Göran Eriksson var ekki hrifinn þegar hann heyrði af framkomu miðjumannsins Stephen Ireland í landsleikjavikunni. Ireland laug því að ömmur hans hefðu dáið til að sleppa við landsleik gegn Slóvakíu, en málaði sig út í horn og viðurkenndi allt í gær.

"Ég er á þeirri skoðun að menn eigi að reyna að halda sig við sannleikann þegar þeir eiga í erfiðleikum. Ekki vera að ljúga, það er heimskulegt. Ég er mjög vonsvikinn með Stephen í þessu sambandi," sagði Eriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×