Fleiri fréttir

Mandela í búningsberbergi Newcastle

Miðjumaðurinn Geremi virðist vera að falla vel í kramið hjá nýju félögunum sínum hjá Newcastle ef marka má frétt breska blaðsins Sun í morgun. Geremi þykir formlegur og virðulegur í fasi og eru félagar hans farnir að kalla hann Nelson Mandela fyrir vikið. "Við lítum allir upp til hans," sagði Steve Harper. Geremi gekk í raðir Newcastle frá Chelsea í sumar.

Farðu frá Chelsea, Ballack

Stefan Effenberg, fyrrum fyrirliði Bayern Munchen, segir að Michael Ballack væri hollast að hypja sig frá Chelsea hið fyrsta. Hann segir félagið og leikmennina vera að snúast gegn Ballack og telur ferli hans betur borgið hjá öðru félagi.

Fimm milljónir á mann í bónus ef Rússar vinna Englendinga

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hafi lofað að greiða hverjum einasta leikmanni rússneska landsliðsins rúmar fimm milljónir króna í bónus ef þeim tekst að leggja Englendinga í undankeppni EM í kvöld.

Terry vill leiða Englendinga til sigurs á EM

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segist vilja að hans verði minnst sem fyrirliðans sem leiddi liðið til sigurs á stórmóti. Hann segir lið Englendinga í dag eiga góða möguleika á að berjast um verðlaun á EM næsta sumar.

Ráðist á Alex Ferguson

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, slapp með smávægileg meiðsli á fæti þegar maður réðist á hann á lestarstöð í Lundúnum á mánudagskvöldið. Maðurinn mætir fyrir rétt í dag og hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Ferguson kippti sér ekki upp við árásina og sinnti erindum sínum í borginni þrátt fyrir uppákomuna.

Benítez: Reina ekki á förum

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttir þess efnis að Jose Reina gæti verið á leið til Atletico Madrid sé ekki mjög fær á sínu sviði.

Tevez hlakkar til að spila með Rooney

Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez segir að hann geti ekki beðið eftir því að Wayne Rooney snúi til baka eftir meiðsli. Tevez kom til United í sumar og hlakkar honum til að spila við hlið Rooney.

Clarke á batavegi

Clive Clarke, varnarmaður hjá Leicester, segist vera á hröðum batavegi. Hjarta hans stoppaði tvisvar með stuttu millibili þegar Leicester mætti Nottingham Forest í bikarkeppninni í síðasta mánuði.

Stjóri Derby blæs á kjaftasögur

Billy Davies, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Derby County, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann hafi átt í deilum við stjórn félagsins. Dagblöð á Englandi sögðu frá því að Davies hafi verið ósáttur við hve lítinn pening hann hefur fengið til leikmannakaupa.

Allir heilir hjá enska landsliðinu

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga getur teflt fram nokkuð heilu liði gegn Rússum á Wembley á morgun eftir að þeir leikmenn sem hann hefur á annað borð úr að moða komust klakklaust í gegn um lokaæfingu í dag.

Bierhof ósáttur við Chelsea

Oliver Bierhof, framkvæmdastjóri þýska landsliðsins í knattspyrnu, er afar ósáttur við forráðamenn Chelsea eftir að þeir meinuðu Michael Ballack að ferðast til heimalandsins til að taka þátt í kynningu á landsliðsbúiningi Þjóðverja fyrir EM.

Crouch var ekki lagður í einelti

Dómarar hafa ekki verið beðnir að taka framherjann Peter Crouch hjá enska landsliðinu sérstaklega fyrir eins og haft var eftir enska dómaranum Graham Poll í fjölmiðlum á dögunum. Þetta segir talsmaður Alþjóða Knattspyrnusambandsins.

Lykilmenn Tottenham að ná heilsu

Martin Jol, stjóri Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, getur bráðum farið að anda léttar því hann er óðum að endurheimta byrjunarliðsmenn sína úr meiðslum - einn af öðrum. Tottenham hefur byrjað mjög illa í deildinni í sumar og stóllinn farinn að hitna undir stjóranum.

Gerrard: Þetta er besta landslið sem ég hef spilað með

Steven Gerrard segir að enska landsliðið sem hann spilar með í dag sé það besta sem hann hefur leikið með á ferlinum þegar kemur að hæfileikum einstaka leikmanna. Hann viðurkennir þó að það hafi lítið að segja nema liðið klári verkefni sitt í undankeppninni og tryggi sér sæti á EM á næsta ári.

Arsenal: Við þurfum enga milljarðamæringa

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé fullfært um að vera í fremstu röð á Englandi án aðstoðar milljarðarðamæringa líkt og keppinautarnir. Hugsanleg yfirtaka á Arsenal hefur verið mikið í fréttum síðustu vikur og menn á borð við Alisher Usmanov og Stan Kroenke hafa þegar keypt hlut í félaginu.

Savage: Ég fer til tunglsins ef Wales fer á HM

Miðjumaðurinn Robbie Savage hjá Blackburn og fyrrum landsliðsmaður Wales, segir að landsliðinu hafi farið aftur um mörg ár undir stjórn John Toshack landsliðsþjálfara. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Savage ræðst að þjálfaranum enda eru litlir kærleikar þeirra á milli.

Gary Neville óðum að ná sér

Enski landsliðsmaðurinn Gary Neville er nú á góðum batavegi eftir að hafa verið frá keppni með Manchester United í næstum hálft ár. Neville meiddist á ökkla þann 17. mars og meiddist svo á læri í upphafi leiktíðar í sumar. "Ég vona að ég nái að spila minn fyrsta leik á næstu tveimur vikum eða svo," sagði Neville í samtali við sjónvarpsstöð félagsins MUTV.

Bati Wayne Rooney langt á undan áætlun

Svo gæti farið að framherjinn Wayne Rooney hjá Manchester United sneri mun fyrr en áætlað var til baka úr meiðslum sínum og til greina kemur að hann verði í hóp liðsins gegn fyrrum félögum sínum í Everton á sunnudaginn. Rooney var með brákað bein í fæti frá fyrsta leik tímabilsins gegn Reading.

Vidic vill fá Ivanovic til United

Nemanja Vidic, varnarmaður Manchester United, vill fá Branislav Ivanovic til liðs við félagið. Ivanovic er félagi Vidic í serbneska landsliðinu en hann á fjóra landsleiki að baki. Hann leikur með Lokomotiv frá Moskvu.

Liverpool býður í Foggia

Gazzetta dello Sport á Ítalíu segir að Liverpool hafi boðið átta milljónir punda í miðvallarleikmanninn Pasquale Foggia. Liverpool er í leit að vinstri kantmanni og er Foggia hugsaður í þá stöðu.

Hargreaves og Lampard verða ekki með

Ljóst er að miðjumennirnir Owen Hargreaves og Frank Lampard verða ekki með enska landsliðinu gegn Rússlandi á miðvikudag. Þeir eiga við meiðsli að stríða og léku ekki með gegn Ísrael um helgina.

Isaksson ætlar aftur í markið

Sænski markvörðurinn Andreas Isaksson segist ákveðinn í að vinna sæti sitt hjá Manchester City til baka. Isaksson hefur ekkert leikið með nú í byrjun tímabilsins á Englandi vegna meiðsla.

Ósáttur við framkomu Chelsea

Þýska knattspyrnusambandið er allt annað en sátt við hve lengi leyfi barst frá Chelsea fyrir því að Michael Ballack gæti leikið í auglýsingu fyrir Adidas. Ballack er fyrirliði þýska landsliðsins og átti að leika í auglýsingunni um helgina.

Vinátta Barry og Gerrard hafði sitt að segja

Steven Gerrard segir að náið samband sitt við Gareth Barry hafi hjálpað þeim mikið að ná saman á miðju enska landsliðsins. Þeir náðu nær óaðfinnanlega saman þegar enska landsliðið lék gegn Ísrael og má reikna með því að þeir verði þar einnig gegn Rússlandi á miðvikudag.

Baird hlakkar ekki til að mæta Eiði Smára

"Já, ég er það að minnsta kosti," sagði Chris Baird fyrirliði Norður-Íra og hló í samtali við Vísi í dag þegar hann var spurður hvort hann óttaðist Eið Smára Guðjohnsen ef hann næði að spila leik Íslands og Norður-Írlands í undankeppni EM á miðvikudagskvöldið.

Gerrard segist klár í Rússana

Enski landsliðsmaðurinn Steven Gerrard hefur lýst því yfir að hann sé klár í slaginn með enska landsliðinu fyrir leikinn gegn Rússum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Gerrard spilaði 70 mínútur gegn Ísraelum á laugardaginn, en það voru fyrstu mínútur hans í langan tíma eftir að hann tábrotnaði. "Táin er fín og ég er í fínu formi fyrir miðvikudagsleikinn," sagði Gerrard.

Tottenham sagt á eftir Jaaskelainen

Breska blaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Tottenham sé nú búið að blanda sér í hóp þeirra félaga sem eru að reyna að fá til sín finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskelainen frá Bolton. Markvörðurinn hefur enn ekki framlengt samning sinn við Bolton, en þessi 32 ára gamli leikmaður er almennt álitinn einn besti markvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Carragher að verða klár

Varnarjaxlinn Jamie Carragher hjá Liverpool stefnir á að verða orðinn leikfær þegar Liverpool mætir Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Carragher er byrjaður að æfa létt eftir að hafa meiðst á rifjum í leik gegn Sunderland í síðasta mánuði. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að það komi líklega í ljós á föstudag hvort hann nær leiknum.

Ramage úr leik hjá Newcastle

Bakvörðurinn Peter Ramage hjá Newcastle hefur fengið þau slæmu tíðindi frá læknum félagsins að hann geti tæplega spilað með liði sínu það sem eftir lifir leiktíðar. Ramage meiddist illa á hné í leik gegn Middlesbrough í síðasta mánuði þar sem hann sleit krossbönd.

Bentley lætur baulið ekki hafa áhrif á sig

Vængmaðurinn David Bentley spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Englendinga um helgina þegar hann kom inn sem varamaður í sigri liðsins á Ísrael 3-0. Nokkrir ensku áhorfendanna bauluðu á Bentley, en hann segir það ekki hafa varpað skugga á besta dag lífs síns.

Emre vill til Galatasaray

Emre, miðjumaður Newcastle, vill fara til Galatasaray í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar. Þessi trykneski landsliðsmaður hefur færst neðar í goggunarröðinni síðan Sam Allardyce tók við stjórnartaumunum á St James´Park.

Rui Costa: Ronaldo og Kaka bestir

Rui Costa, leikmaður Benfica, er á þeirri skoðun að Cristiano Ronaldo og Kaka séu bestu leikmenn heims í dag. Flestir búast við því að Kaka fái gullknöttinn sem leikmaður ársins í Evrópu en Costa vill skipta verðlaununum milli leikmannana.

Tottenham á eftir Lulinha

Tottenham er á eftir Lulinha, brasilískum sókndjörfum miðjumanni. Lulinha er aðeins sautján ára en hann er hjá Corinthians. Hann var fyrirliði hjá U17 landsliði Brasilíu á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóru og er þegar farinn að leika fyrir aðallið Corinthians.

Huntelaar til Manchester?

Grannarnir í Manchester United og Manchester City eru á eftir Klaas-Jan Huntelaar, sóknarmanni Ajax. Bæði lið eru í leit að nýjum sóknarmanni en Huntelaar hefur verið líkt við landa sinn Ruud van Nistelrooy.

Rio kemur Bentley til varnar

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins, er alls ekki sáttur við móttökurnar sem David Bentley fékk í sigrinum á Ísrael í gær. Bentley dró sig út úr U21 landsliðshópnum í sumar og stuðningsmenn Englands létu óánægju sína í ljós í leiknum í gær.

Stam ánægður með Sir Alex

Jaap Stam, varnarmaður Ajax, segir að Sir Alex Ferguson sé meiri maður eftir að hafa viðurkennt að það hafi verið mistök að selja hann á sínum tíma. Þetta hollenska varnarnaut var lykilmaður hjá liði Manchester United frá 1998 til 2001.

Giggs á nóg eftir

Andrei Kanchelskis, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ryan Giggs geti spilað í fremstu röð í nokkur ár í viðbót. Sjálfur hætti Kanchelskis knattspyrnuiðkun þegar hann var 38 ára og segir að Giggs ætti að geta það líka.

Wenger: Við getum orðið bestir

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að gríðarlegur metnaður sinn hafi ýtt sér áfram í að skrifa undir nýjan samning við félagið. Wenger segir að Arsenal eigi möguleika á að verða besta knattspyrnulið heims.

McClaren: Nú er bara að taka Rússa

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á Ísrael í gær. Hann vill að sínir menn endurtaki leikinn á miðvikudaginn þegar rússneska landsliðið mætir í heimsókn á Wembley.

Lippi í sigtinu hjá Tottenham

Breskir fjölmiðlar halda því fram að ítalski stórþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM í Þýskalandi í fyrra, sé líklegastur til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham af Martin Jol ef leikur liðsins gegn Arsenal um næstu helgi tapast.

Öruggur sigur Englands

Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards.

England yfir í hálfleik

Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Cole efstur á óskalista City

Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins.

Ballack í skiptum fyrir Adriano?

Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti.

Sjá næstu 50 fréttir