Enski boltinn

Tekur Costacurta við QPR?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Alessandro Costacurta.
Alessandro Costacurta.

Ef Flavio Briatore og Bernie Ecclestone eignast meirihlutann í Queens Park Rangers gæti farið svo að Alessandro Costacurta taki við sem knattspyrnustjóri liðsins. Hann er nú í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá AC Milan.

 

Ancelotti staðfesti við ítalska fjölmiðla að Costacurta væri að velta þessum möguleika fyrir sér enda eru Briatore og Costacurta nánir vinir.

QPR er aðeins með eitt stig eftir þrjá leiki í ensku 1. deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×