Enski boltinn

Coppell: Of snemmt að örvænta

NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading í ensku úrvalsdeildinni, segir sína menn ekki vera farna að örvænta þó liðið hafi aðeins fengið fjögur stig út úr fyrstu fimm leikjunum í deildinni. Reading er sem stendur á fallsvæðinu, en hefur reyndar átt mjög erfiða leiki í byrjun tímabils.

Reading byrjaði leiktíðina á leikjum gegn Manchester United, Chelsea og Everton, en Coppell telur allt of snemt að tala um að hans menn séu í fallbaráttu og vill bíða þar til tíu leikir eru búnir af deildinni.

"Staða okkar í dag gæti á suman hátt gefið mynd af því hve þunga leiki við fengum í byrjun og endurspeglar hverja við höfum spilaði við og hvar. Eftir tíu leiki er hinsvegar nær að lesa í það hvar við erum og næstu fimm leikir vega mjög þungt hjá flestum liðunum í deildinni. Það er í þessum leikjum sem liðin finna hvar þau standa, því eftir þá kemur aftur landsleikjahlé og þá geta menn farið að skoða stöðuna betur," sagði Coppell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×