Enski boltinn

Spáð í spilin - Birmingham - Bolton

Nicolas Anelka hefur verið á skotskónum hjá Bolton
Nicolas Anelka hefur verið á skotskónum hjá Bolton NordicPhotos/GettyImages

Hér er á ferðinni slagur tveggja af fimm neðstu liðunum í úrvalsdeildinni, en bæði eru þau á höttunum eftir öðrum sigri sínum á leiktíðinni. Birmingham hefur enn ekki náð að vinna á heimavelli og Bolton ekki á útivelli.

Bolton hefur tapað þremur útileikjum í röð, sem er taphrina sem nær aftur á síðustu leiktíð. Bolton hefur aldrei byrjað eins illa frá stofnun úrvalsdeildarinnar og Birmingham hefur enn ekki tekist að halda hreinu í leik. Bolton í sérflokki á einu sviði hvað varðar lið í úrvalsdeildinni, en 20 leikir eru síðan liðinu tókst ekki að skora. Það var þegar liðið gerði 0-0 jafntefli við Manchester City á heimavelli í janúar. Liðið hefur unnið fimm, gert fjögur jafntefli og tapað ellefu leikjum á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×