Enski boltinn

Stefna á fyrsta sigurinn á Arsenal á öldinni

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol og félagar í Tottenham mæta erkifjendum sínum í Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur ekki unnið granna sína síðan árið 1999 og lærisveinar Jol eru staðráðnir í að næla í fyrsta sigurinn á öldinni um helgina þó byrjun þeirra í deildinni hafi verið langt undir væntingum.

Stuðningsmenn Tottenham voru mjög hátt stefndir í upphafi leiktíðar, en eins og svo oft þar á bænum voru væntingarnar fljótar að breytast í örvæntingu þegar ekkert gekk í fyrstu leikjunum. Tottenham hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum á leiktíðinni og draumurinn um að slá Arsenal við í deildinni virðist strax vera að breytast í martröð.

"Þetta er ekki bara spurning um að enda fyrir ofan Arsenal í töflunni. Við verðum líka að ná að vinna þá í innbyrðisleik - það hefur ekki gerst í níu ár," sagði Martin Jol, sem hefur þótt ansi valtur í sessi eftir slæmt gengi.

"Aðalatriðið fyrir okkur í dag er að hala inn eins mörg stig og mögulegt er. Við verðum að snúa algjörlega við blaðinu því við erum í stöðu sem okkur líkar alls ekki. Það er svosem ekki stórt bil í næstu lið og ef við náum að vinna Arsenal, verðum við í fínum málum," sagði Hollendingurinn geðþekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×