Fleiri fréttir

Blanc útilokar tilboð í Rooney

Laurent Blanc, þjálfari PSG hefur útilokað möguleikann að PSG bjóði í Wayne Rooney, leikmann Manchester United í sumar. Mikið hefur verið rætt um hvort Rooney fari frá Manchester United fyrir næsta tímabil.

Hallbera: Fannst það athyglisvert að ég hafi farið í Húsmæðraskólann

Hallbera Guðný Gísladóttir var hress og til í slaginn þegar blaðamannamaður Vísis hitti á hana í gær. Hallbera hefur spilað vel á mótinu og er einn af leikmönnum liðsins sem hefur ekki farið útaf í eina mínútu. "Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sér stærsti leikurinn sem ég hef spilað," segir Hallbera.

Dóra María vonast eftir því að fá leik á afmælisdaginn

"Ég held að við séum nú frekar slakar. Öll pressan er á þeim og það hefur verið gaman að fylgjast með fjölmiðlum hérna. Þeir eru ekki að setja neina pressu á okkur. Við erum hérna fyrst og fremst til að njóta og auðvitað nýtur maður sín best þegar maður nær árangri. Við erum ekkert orðnar saddar þótt að við séum komnar í átta liða úrslitin," segir Dóra María Lárusdóttir ein af leikmönnum íslenska liðsins sem verður í eldlínunni á móti Svíum í dag í átta liða úrslitum EM.

Af hverju spilar Guðbjörg í númer þrettán?

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir sker sig svolítið úr þegar kemur að númerið á keppnisbúningi hennar. Það er ekki algengt að markmenn leiki í markmannstreyju númer þrettán.

Hver kemur í staðinn fyrir Fríðu?

Hólmfríður Magnúsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu í dag þegar liðið mætir Svíum í átta liða úrslitum á EM kvenna í fótbolta. Hólmfríður tekur út leikbann fyrir gulu spjöldin tvö sem hún fékk í riðlakeppninni.

Veron tekur fram skóna á ný

Argentínumaðurinn Juan Sebastian Veron hefur tekið þá ákvörðun að taka fram skóna á ný eftir að kappinn hafi lagt þá á hilluna árið 2012.

Stelpurnar æfðu vítaspyrnur í gær

Íslenska kvennalandsliðið er við öllu búið fyrir leikinn á móti Svíum á morgun en Ísland og Svíþjóð mætast þá í átta liða úrslitunum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið undirbýr sig fyrir allar mögulegar aðstæður og þar á meðal er vítaspyrnukeppni.

André Santos farinn frá Arsenal

Brasilíski bakvörðurinn André Santos hefur verið seldur frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal til Flamengo í heimalandinu.

Sex íslenskar stelpur hafa ekki fengið neina hvíld á mótinu

Sex leikmenn íslenska hópsins hafa ekki fengið neina hvíld í fyrstu þremur leikjum íslenska liðsins á EM í Svíþjóð. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Katrín Jónsdóttir sem er ánægð með hvernig hefur gengið að stýra álaginu á mótinu.

Sara Björk: Hann Sigurwin er nagli eins og við

Sara Björk Gunnarsdóttir kom með þá hugmynd að setja Sigurwin, lukku-gullfisk íslenska kvennalandsliðsins, á grasið fyrir leik Íslands og Hollands á Myresjöhus Arena í Växjö á miðvikudaginn. Áhrifin leyndu sér ekki, frábær fyrri hálfleikur og glæsilegur sigur á Hollandi, sigur sem kom íslenska liðinu áfram í átta liða úrslit keppninnar.

Síðasta æfingin fyrir stórleikinn - Myndir

Nú er bara tæpur sólarhringur í leik Íslands og Svíþjóðar á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu en liðin mætast í átta liða úrslitunum í Halmstad á morgun.

Dagný: Ekki þreyttar, bara hungraðar í meira

Dagný Brynjarsdóttir stökk fram í sviðsljósið með frábærri frammistöðu sinni á móti Hollandi á miðvikudaginn. Þessi 21 árs miðjumaður úr Val skoraði sigurmarkið í leiknum og skaut Íslandi um leið inn í átta liða úrslitin á EM í Svíþjóð. Vísir hitti á Dagnýju á hóteli íslenska liðsins í gær.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - FH 0-4

Keflvíkingar tóku á móti liði FH í dag í Pepsi-deild karla þar sem piltarnir úr Kaplakrikanum spiluðu eins og þeir sem valdið hafa. Hafnfirðingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru eftir sex mínútur búnir að ná sér í þrjár hornspyrnur og eiga þrjú skot að marki heimamanna. Tíu mínútum síðar, á 15. mínútu, skilaði pressa FH-inga sér þegar Guðmann Þórisson skoraði mark eftir enn eina hornspyrnu gestanna. Ingimundur Níels Óskarsson tók hornspyrnuna og sendi boltann inn á miðjan teig Keflvíkinga þar sem Guðmann var mættur og stýrði boltanum með sólanum í markhornið framhjá markverði heimamanna.

Margrét Lára: Ekki bara að fara að spila á móti ellefu sænskum píum

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur ekki áhyggjur af íslenska liðinu gangi illa að fóta sig á stóra sviðinu þegar stelpurnar mæta gestgjöfum Svía á morgun í átta liða úrslitunum á EM. Það er búist við troðfullum velli og mikilli stemmningu þar sem Svíar um öskra sitt lið áfram.

Leynivopn Íslands var einn á íþróttaforsíðu Aftonbladet

Það er óhætt að segja að lukku-gullfiskurinn Sigurwin hafi stolið fyrirsögnunum í Aftonbladet í morgun en Ísland og Svíþjóð mætast á morgun í átta liða úrslitum EM kvenna í fótbolta. Forsíðan á sportsíðum Aftonbladet í morgun var einföld og táknræn.

Katrín: Okkar stærsti leikur hingað til

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, fór í bæði viðtöl á íslensku og sænsku þegar stelpurnar hittu blaðamenn á hóteli íslenska liðsins í gær. Katrín fann þá greinilegan mun á áhuga erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu.

Reina að yfirgefa Liverpool

Samkvæmt heimildum BBC er spænski markvörðurinn Pepe Reina á leiðinni frá Liverpool til Napoli á láni út næsta tímabil.

Leikmaður 11. umferðar: Einbeiti mér núna bara að boltanum

Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, er leikmaður 11. umferðar Pepsi-deildar karla í knattspyrnu að mati Fréttablaðsins. Leikmaðurinn átti stórleik í 2-1 sigri liðsins gegn toppliði KR og lagði grunninn að stigunum þremur.

Sigurwin fékk dekur í gær

Sænsku blaðamennirnir höfðu mikinn áhuga á lukkudýri íslenska kvennalandsliðsins, gullfisknum Sigurwin.

Ætla að skemma fyrir Svíum

Íslensku stelpurnar eru mættar á stóra sviðið í Halmstad þar sem þær mæta gestgjöfum Svía í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar á morgun. Stelpurnar fengu forsmekkinn af sirkusnum sem verður á Örjans Vall á morgun þegar þær hittu heilan hóp af sænskum blaðamönnum á hóteli íslenska liðsins í gær.

Dagný og Sara rúlla þessu upp

Dóra Stefánsdóttir var meðal áhorfenda á leik Íslands og Hollands á EM í Svíþjóð á miðvikudagskvöldið þegar íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Dóra var með íslenska landsliðinu á EM fyrir fjórum árum og er hluti af kynslóðinni sem er hvað mest áberandi í liðinu í dag. Hún þurfti hins vegar að leggja skóna á hilluna alltof snemma vegna meiðsla.

Fékk loksins tækifærið

Hún er búin að vera í skugganum nær allan sinn landsliðsferil og það vissu kannski fáir hvað virkilega bjó í Guðbjörgu Gunnarsdóttur, eða Guggu eins og hún er alltaf kölluð. Eftir frábæra frammistöðu sína á EM í Svíþjóð hefur þessi 28 ára gamli markvörður sýnt það að hún blómstrar á stóra sviðinu og nú þekkir hana örugglega hvert mannsbarn á Íslandi.

Danny Graham fer á lán til Hull

Enski knattspyrnumaðurinn Danny Graham er farinn til Hull City á láni frá Sunderland en hann hefur ekki verið í náðinni hjá Paolo Di Canio, knattspyrnustjóra Sunderland.

Katrín farin aftur heim til Liverpool

Katrín Ómarsdóttir er ekki lengur með íslenska kvennalandsliðinu í Svíþjóð en það var ljóst að hún getur ekki spilað næstu vikunnar vegna tognunnar aftan í læri. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, sagði frá því á blaðamannafundi í kvöld að Katrín væri farin heim.

Sjá næstu 50 fréttir